Thursday, March 29, 2012

Hefðablætið


MR-ingar eru með hefðablæti, og þá skiptir engu máli hversu asnalegar hefðirnar eru. Það þykir ekki fínt að mæla gegn þeim, því hefðirnar eru svo stór hluti af konseptinu Emmerr. 

Árshátíðarskreytingarnar eru ein þessara hefða. Þessi er reyndar tiltölulega ung, en hún er samt orðin svo rótgróin að MR-ingar líta á hana sem sjálfsagðan hlut. 

Hefðin lýsir sér einhvern veginn svona: Tvisvar sinnum á ári er kösukjallara umbreytt í wannabe-disneyland. Til þess verja nemendafélögin gríðarlegum fjármunum. Kostnaður skreytinganna, fyrir Framtíðina og Skólafélagið til samans, nemur oftast meira en hálfri milljón. Fyrir þá upphæð mætti til dæmis halda risastóran viðburð, lækka miðaverð á böll, reisa skóla í Afríku að hætti verslinga eða jafnvel leigja þyrlu og láta peningum rigna yfir MR.  

En hey, MR er skóli hefðanna. Er það ekki? En hvað finnst dauðu trjánum sem er slengt upp á veggi kösukjallarans á ári hverju um þessa hefð? Hvaða áhrif ætli hefðin hafi á reksturinn hjá Kakólandsdrottningunum? Ég veit það ekki. Allavega finnst mér ógeðslega pirrandi þegar Kakóland er lokað og ég get ekki fengið mér ábót á kaffið mitt.

Kannski er ég bara fýlupoki. Kannski finnst öllum algjör snilld að kasa sé skötulíkisdisneyland í átta daga á ári. Kannski finnst öllum bara flábælt að 600-700 þúsund krónur renni úr sameiginlegum sjóðum nemenda í svona föndur. En mér finnst þetta asnaleg hefð. Bruðlhefð. Ég vona að hún deyi.
- JPJ

6 comments:

  1. Þú ert ekki einn, Jóhann

    ReplyDelete
  2. Vá, þetta er svo true...

    ReplyDelete
  3. Valid pæling en alls ekki réttur vettvangur. Þetta er ekki varðhundalegt

    ReplyDelete
    Replies
    1. sammála síðasta ræðumanni

      Delete
  4. vá réttur vettvangur minn rass. ég er fáránlega sammála þessari grein!!

    ReplyDelete